GREIÐSLUR OG VERÐ
Allar greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði Valitor, netgíró, pei eða millifærslu.
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Eftir greiðslu á pöntun fær kaupandi staðfestingu í tölvupósti.
Ath - Tölvupóstur gæti hafa endað í rusl hólfinu.
Allar pantanir eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag.
SENDINGARMÁTI
Pantanir eru sendar með TVG EXPRESS og gilda almennir afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar TVG Xpress um afhendingu vörunnar.
Sendingartími er 0-4 virkir dagar að jafnaði.
Samdægurs afhending á höfuðborgar svæðinu er aðeins á virkum dögum ef pantað er fyrir 12:00.
Frí heimsending um allt land ef þú verslar fyrir 8.000 kr eða meira.
Meridiangrooming.is tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur, í þeim tilfellum þar sem merkinga er ábótavant mun TVG Xpress senda pöntuna til baka og lendir tilfallandi kostnaður á kaupanda.
SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLUR
Skilafrestur pantana er 14 dagar frá kaupdegi og skal ósk um skil berast með tölvupósti á meridian@meridiangrooming.is.
Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og enn í upprunalegum umbúðum.
Ekki er hægt að skila vöru ef það er búið að rífa innsiglið af vörunni.
Meridian ber ekki ábyrgð ef að viðskiptavinur skemmir vöru með því að nota hleðslusnúru/tæki sem að fylgdi ekki með vörunni. Passa þarf uppá að nota rétta hleðslusnúru sem fylgir með á vörunum okkar.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Ef á við þá þarf viðskiptavinur þarf að greiða fyrir Flutnings- og póstburðargjöld þegar það er verið að skila eða skipta vöru.
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan þann kostnað sem gæti komið upp við heimsendingu.
VARNARÞING
Viðskipti við meridiangrooming.is er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.
PERSÓNUUPLÝSINGAR OG TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.